top of page

Skemmtilegri Reykjanesbær

Við viljum:

 • Að sundmiðstöðin í Keflavík verði leikmiðstöð/ævintýraveröld og viðkomustaður ungra barna og foreldra þeirra. Ónýttir salir í húsinu verða að skapandi rýmum fyrir börn, þar sem þau fá að leika sér frjálst, með opinn og náttúrulegan efnivið sem ýtir undir listsköpun og hreyfingu. Ævintýraveröldin er staður þar sem foreldrar og börn geta notið samveru við aðra.

 • Setja á fót menningarmiðstöð á reit Fishershúss sem myndi m.a. hýsa Fjölmenningarsetur, bókasafnið, listasmiðjur og kaffihús. Í miðju reitsins verður torg fyrir gangandi vegfarendur með trjám, bekkjum og gróðri þar sem hægt er að sitja úti á sólríkum dögum.

 • Lífga upp á miðbæinn með því að gefa eigendum húsa Hafnargötunnar málningu í ákveðinni litapallettu. Litskrúðugur miðbær myndi bæta ásýnd og trekkja að ferðamenn.

 • Bjóða listamönnum bæjarins að mála listaverk á auða stóra veggi.

 • Útivistarsvæði fyrir alla fjölskylduna við vatnstankinn ofan við holtin, líkt og í Kjarnaskógi á Akureyri. Þar verða hjóla- og göngustígar, áningarstaður fyrir fólk í pikk-nikk, öðruvísi rólóvöllur fyrir börn með trjádrumbum, aparólu og klifursvæði.

 • Setja á fót Hverfasjóð. Hverfa-/nágrannasamtök gætu sótt um styrk til þess að halda viðburð eins og götugrill, tónlistarviðburð, fatamarkað og fleira skemmtilegt.

 • Ráða viðburðastjóra Reykjanesbæjar sem myndi í samstarfi við hverfasamtök, frjáls félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og íþróttafélög - bjóða uppá viðburði í bænum sem efla samfélagsleg tengsl íbúanna eins og jólamarkað, sumarhátíð, matar- og tónlistarhátíðir.

A more fun Reykjanesbær

We want:

 • To make the Sundmiðstöð/swimming pool building in Keflavík into an adventure world for children and their parents. Unused rooms in the building will become creative play-spaces for children where they can play freely with open-ended material and toys that foster creativity and physical activity. The Adventure World is a community centre where parents and children can spend quality time together.

 • Establish a Culture Centre in the area of Fishershús where several houses will be built. They will house a Multicultural Centre, the library, art-centers and a coffeehouse. In the middle there will be a lively square for pedestrians with trees and benches where everyone can enjoy sunny days.

 • Make the downtown area more beautiful by encouraging house owners of Hafnargata to paint their houses in colorful colors. A more colorful downtown would improve the appearance of the area and attract more tourists.

 • Invite artists to paint and make art on big empty walls in the town.

 • Build an outdoor recreational area above the Holt-neighborhood where the painted water tank is, similar to Kjarnarskógur in Akureyri. There will be trails for bikers and pedestrians, a picnic area, a playground for children with a climbing area, rope swings and balance logs.

 • Establish a Neighborhood-Fund. Neighborhood organizations could apply for grants to organize events such as a street BBQ, outdoor concerts, open-air markets and more.

 • Hire an event planner who would in cooperation with neighborhood organizations, NGOs, companies, sportsclubs and other institutions - offer a range of diverse events to strengthen the sense of community.

bottom of page