top of page
DSC03353 copy.jpg

X við Y á kjördag fyrir
unga fólkið!

 
Þórarinn Darri Ólafsson

Þegar að ég tala við fólk fæ ég oft spurninguna af hverju Bein leið? Og af hverju ætti ungt fólk að kjósa okkur? Jú við erum með mikið af ungu fólki á listanum okkar og unga fólkið veit best hvað ungt fólk vill.  Okkur finnst mjög mikilvægt að ungt fólk fá eigin rödd þegar verið er að taka ákvarðanir um bæinn okkar, þar sem að við unga fólkið erum framtíðin. Við í Beinni leið viljum tryggja það ungt fólk fái tækifæri til að hafa áhrif með því að krakkar úr ungmenna ráðinu sitji fundi með ráðum og nefndum.

DSC03369 copy.jpg

Að leggja verk sín í dóm

 
Guðbrandur Einarsson

Sveitarstjórnarkosningar eru að mörgu leyti uppskeruhátíð, þar sem kjósendur fá að segja sína skoðun á því sem unnið hefur verið að á kjörtímabilinu og hverjum þeir treysta til þess að stjórna sveitarfélaginu á næsta kjörtímabili.

DSC03107 copy.jpg

Viðspyrnuaðgerðir í
frístundastarfi

 
Davíð Már Gunnarsson

Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Reykjanesbæ að öflugt, faglegt, fjölbreytt og skipulagt tómstundastarf fái að vaxa og dafna hér í bæ. Félagsmiðstöðvastarf og forvarnarstarf sveitarfélaga á Íslandi hefur á síðustu áratugum náð frábærum árangri í málefnum barna og ungmenna í samstarfi við skóla, foreldra og annað íþrótta- og æskulýðsstarf. 

DSC03162 copy.jpg

Íþróttir sameina samfélög

 
Birgir Már Bragason

Margt gott hefur verið gert á síðasta kjörtímabili er varðar íþrótta- og tómstundamál í Reykjanesbæ. Búið er að gera vel heppnaðar endurbætur á útisvæði sundlaugarinnar, nýr gervigrasvöllur orðinn að veruleika og íþróttahús í byggingu við Stapaskóla.

31768748_1660653067353534_804514427570225152_n copy.jpg

Breytingarnar eru þegar til staðar

 
Kristján Jóhannsson

Á liðnu kjörtímabili hefur stjórn Reykjaneshafnar staðið einhuga að baki hafnarstjóra við að endurskipuleggja starf hafnarinnar. Endurskipulagningin nær ekki síst til þess að ná utanum um skuldir, sem voru miklar og tilkomnar á því tímabili í sögu bæjarins sem verður lengi minnst fyrir óreiðu, sukk og þekkingarleysi á rekstri bæjarfélaga. 

DSC03715-Edit copy.jpg

Sameinumst um gott
velferðarkerfi

 
Helga María Finnbjörnsdóttir

Við maðurinn minn fluttum til Reykjanesbæjar árið 2010 og hér höfum við alið börnin okkar upp. Tveir af þremur strákanna okkar eru fæddir hér á HSS og hér hafa þeir allir notið þjónustu dagforeldra, leikskóla og grunnskóla í Reykjanesbæ.

DSC03771-Edit copy.jpg
DSC03715-Edit copy.jpg

Sameinumst um fjölbreytt atvinnulíf

 
Valgerður Björk Pálsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir

Það er hverju samfélagi mikilvægt að atvinnulíf þess sé fjölbreytt. Hér á Suðurnesjum höfum við sannarlega fundið fyrir því með brotthvarfi hersins, falli WOW og nú síðast samdrætti í flugi vegna Covid.

DSC03083 copy.jpg

Hugleiðingar leikskólastjóra

Sigrún Gyða Matthíasdóttir

Við erum eflaust öll sammála því að ef það er einhver málaflokkur þar sem við finnum svo sannarlega fyrir vaxtarverkjum í okkar ört stækkandi bæjarfélagi þá eru það leikskólamálin. Þar má segja „betur má ef duga skal“ og að þar eru tækifæri til úrbóta. Í kortunum eru nýir leikskólar sem taka til starfa hver á fætur öðrum frá árinu 2023 – en hvað þarf að gerast til þess að mæta auknum kröfum um að yngri börn komist sem fyrst inn í leikskólana?

DSC03771-Edit copy.jpg

Bein leið setur börnin í forgang

Valgerður Björk Pálsdóttir

Þegar ég var tvítug flutti ég í miðbæ Reykjavíkur og sagðist sko aldrei ætla að flytja aftur til Reykjanesbæjar. Gerði mér samt fullkomlega grein fyrir því að heimabærinn minn hefði veitt mér yndislega barnæsku, þar sem ég naut þeirra forréttinda að stunda íþróttir og æfa á hljóðfæri við bestu mögulegu aðstæður. Mér leið vel í öllum skólunum mínum og var virk í félagsstarfi.

12136_003 copy.jpg

Hver var uppáhaldskennarinn þinn?

Halldór Rósmundur Guðjónsson

Ef þú ert spurður hver hafi verið uppáhaldskennarinn þinn eru miklar líkur á því að þú getir svarað því án umhugsunar. Ég get það líka og mér hefur alltaf fundist það í rauninni athyglivert og umhugsunarvert. Næsta spurning virðist hins vegar vera flóknari.

DSC03771-Edit copy.jpg

Vítahringur HSS

Valgerður Björk Pálsdóttir

Það er virkilega sorglegt að fylgjast með vítahring sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja virðist vera föst í. Vítahringurinn byrjar á fólki sem fær ekki nógu góða þjónustu á HSS – kvartar við stofnunina eða opinberlega – stofnunin bregst sjaldnast við á skilningsríkan hátt – fólk svekkt og reitt og vekur athygli á málinu opinberlega – stofnunin fær á sig lélegt orðspor sem veldur því að erfitt er að fá hæft fólk til starfa – sem veldur því að þjónustan er stundum ekki nógu góð.

bottom of page