top of page
DSC03369 copy.jpg
Guðbrandur 
Einarsson

Að leggja verk sín í dóm

Sveitarstjórnarkosningar eru að mörgu leyti uppskeruhátíð, þar sem kjósendur fá að segja sína skoðun á því sem unnið hefur verið að á kjörtímabilinu og hverjum þeir treysta til þess að stjórna sveitarfélaginu á næsta kjörtímabili.
Þegar  Bein leið var stofnuð blés ekki byrlega fyrir sveitarfélaginu okkar og lyfta þurfti grettistaki til þess að koma því á réttan kjöl á nýjan leik.
Bein leið skoraðist ekki undan og hefur alveg frá upphafi tekið þátt í fjárhagslegri endurreisn sveitarfélagsins í meirihlutasamstarfi. 

 

Margt hefur áunnist á kjörtímabilinu og vil ég nefna nokkur atriði sem staðfesta góðan árangur:

 

  • Samkomulag við ríkið um byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar annars vegar og nýs hjúkrunarheimilis hins vegar í Reykjanesbæ 

  • Ný menntastefna „Með opnum hug og gleði í hjarta“ sem hefur vakið athygli út fyrir landsteinana fyrir framsækni og nýja nálgun.

  • Bygging Stapaskóla 

  • Nýsköpunar- og þróunarsjóður Fræðslusviðs settur á fót sem veitir árlega styrki til 20 nýsköpunar- og þróunarverkefna í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar

  • Systkinaafsláttur á skólamáltíðir frá árinu 2020 sem er þannig útfærður að ekkert heimili þarf að greiða með fleiri en tveimur börnum. Með því er komið til móts við barnmargar fjölskyldur

  • Afsláttur á gjöldum fyrir foreldra fjölbura hjá dagforeldrum

  • Stigvaxandi hækkun á Hvatagreiðslum sem auðveldar börnum að taka þátt í fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi

  • Stækkun á Öspinni um helming til að sinna sérstækum námsúrræðum fyrir börn með miklar stuðningsþarfir

  • Stuðningur við starfsfólk í réttindanámi í leik- og grunnskólum

  • Fagháskólanám í leikskólakennarafræðum í samstarfi við Menntavísindasvið HÍ, Keili og sveitarfélögin á Suðurnesjum

  • Endurnýjun útisvæðis og ný glæsileg vatnsrennibraut í Sundmiðstöðinni

  • Nýr og glæsilegur gervigrasvöllur vestan Reykjaneshallar

  • Aðstaða fyrir bardagaíþróttir á Smiðjuvöllum 

  • Aðstaða fyrir nýtt borðtennisfélag Reykjanesbæjar í gömlu slökkvistöðinni sem og inniaðstaða fyrir Golfklúbb Suðurnesja

  • Tímamóta samstarfssamningar við stóru íþróttafélögin Keflavík og Njarðvík sem gera þeim enn betur kleift að standa undir mikilvægu forvarnar- og uppeldisstarfi sem og öflugu afreksstarfi

  • Endurskipulagning Velferðarsviðs til að auka skilvirkni og bæta þjónustu

  • Lagðir margir kílómetrar af Heilsustígum

  • Allar fasteignir keyptar af Fasteign hf. og skólabyggingar ásamt Hljómahöll komnar í eigu sveitarfélagsins á nýjan leik

  • Umhverfismálin sett á dagskrá með nýrri umhverfis- og loftslagsstefnu ásamt aðgerðaráætlun og innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuð þjóðanna.

 

Þetta og margt margt fleira hefur áunnist á kjörtímatímabilinu þrátt fyrir að staðið hafi verið frammi fyrir stórum áskorunum vegna atvinnuleysis í kjölfar falls WOW air og heimsfaraldurs. 

Bein leið gefur kost á sér til áframhaldandi góðra verka með hópi einstaklinga sem hefur bæði  þekkingu og reynslu til þess að leiða Reykjanesbæ fram veginn.
Nýtum okkur þá reynslu og setjum X við Y á kjördag. 

 

Guðbrandur Einarsson

Fráfarandi oddviti Beinnar leiðar og alþingismaður

bottom of page